EBITDA-hagnaður stærstu útgerða Íslands dróst saman á árinu 2016 og má rekja það til styrkingar krónu og aukins launakostnaðar. Í úttekt ViðskiptaMoggans er fjallað um afkomu stærstu útgerða landsins í fyrra. Þar er litið í rekstrarreikninga Samherja, HB Granda, Síldarvinnslunnar, Brim, Ísfélags Vestmannaeyja, Skinney-Þinganess, Vinnslustöðvarinnar, Ramma og Þorbjarnar. EBITDA-hagnaður allra þessara félaga dróst saman á milli ára — að Ísfélagi Vestmannaeyja undanskildu.

Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi tók fram að það kristallaðist í ársreiknum stærstu sjávarútvegsfyrirtækjanna að afkoman í atvinnugreininni fari versnandi, sér í lagi vegna styrkingu íslensku krónunnar. Formaðurinn bætti við að innlendur kostnaður hafi einnig aukið, til að mynda vegna launahækkana. Einnig benti hann á að markaðir hafi verið nokkuð strembnir.

Lækkunin á EBITDA-hagnaði var 6 og 41% eða um 15% að meðaltali hjá fyrirtækjunum níu þar sem ársreikningarnir voru skoðaðir. ViðskiptaMogginn horfði til EBITDA-hagnaðar en ekki endanlegs hagnaðar til að varpa ljósi á grunnrekstur fyrirtækjanna, þar sem að í sumum tilfellum lituðu gengisliðir afkomuna.

Meiri áhrif á minni fyrirtæki

Jens Garðar telur líklegt að ef litið er til fleiri fyrirtækja í sjávarútvegi, komi í ljós að EBITDA-hagnaður hafi dregist mun meira saman hjá litlum og meðalstórum sjávarútvegsfyrirtækjum en hjá stóru fyrirtækjunum.

EBITDA-hagnaður Brims dróst mest saman — eða um 41% milli ára — Viðskiptablaðið hefur áður fjallað um afkomu Brims, en þó ber að geta að afkoman litaðist af því að hafa greitt tvo milljarða vegna gengisdóms. AFkoman hjá Þorbirni dróst næst mest saman eða um 37% Aftur á mót jókst hagnaður Ísfélags Vestmannaeyja um 10% á milli ára.