Gengi íslensku krónunnar veiktist um 2 prósentustig í gær gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum, líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um. Þó hefur gengisvísitala krónunnar hækkað um 7,1 prósentustig það sem af er þessum mánuði og 4 prósentustig það sem af er þessari viku. Íslenska krónan hefur ekki verið veikari síðan í apríl að því er kemur í umfjöllun Fréttablaðsins um málið.

Þar segir einnig að samkvæmt heimildum blaðsins megi rekja lækkunina að einhverju leyti til viðskipta Arion banka með gjaldeyri. Þar segir að bankinn hafi verið stórtækur á millibankamarkaði og selt þar krónur og gjaldeyri á síðustu dögum. Hins vegar er lækkunin ekki sögð skýrast af auknum umsvifum lífeyrissjóðanna erlendis. Þá hefur gengisvísitalan lækkað um þrjú prósentustig það sem af er ári.