*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 9. nóvember 2018 16:55

Krónan hefur veikst í vikunni

Krónan hefur veikst í vikunni þrátt fyrir aðgerðir peningamálayfirvalda og yfirtöku Icelandair á Wow air.

Ritstjórn
Íslenska krónan hélt áfram að veikjast í vikunni.
Haraldur Guðjónsson

Þrátt fyrir losun innflæðishafta fyrir viku síðan, hækkun stýrivaxta á miðvikudag, og tilkynningu um yfirtöku Icelandair á Wow air á mánudag, hefur krónan veikst um hálft prósent síðastliðna viku, samkvæmt gengisvísitölu Seðlabankans.

Gagnvart Bandaríkjadal hefur krónan veikst um 1,1% í vikunni, gagnvart sterlingspundinu um 0,86%, en aðeins um 0,14% gagnvart evru.

Litlar hreyfingar voru á gengi hlutabréfa í kauphöllinni í dag, ef frá eru talin bréf Icelandair og Origo. Heildarvelta nam 2.782 milljónum og úrvalsvísitalan, OMXI8, hækkaði um 0,23%.

Icelandair hækkaði mest, um 4,68% í 1.239 milljón króna viðskiptum, en miklar hreyfingar hafa verið á verði bréfa félagsins síðan tilkynnt var um yfirtökuna á mánudag.

Origo hækkaði um 2,25%, en í aðeins tveimur viðskiptum upp á samanlagt 3 og hálfa milljón króna. Bréf Eimskipa hækkuðu um 1,08% í 318 milljón króna viðskiptum. 8 önnur félög hækkuðu, en öll um undir 1%, og öll í undir 150 milljón króna viðskiptum.

Þá lækkuðu samtals 5 félög, öll um undir 1%, og öll í undir 250 milljón króna viðskiptum.

Stikkorð: Krónan
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim