Íslenska Krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum það sem af er degi. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst umtalsvert upp á síðkastið. Á síðustu 30 dögum hefur hún til að mynda veikst um 5,58% gagnvart evru.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir veikst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 1,65% og er kaupgengi hans nú 106,77 krónur.
  • Evran um 1,75% og er kaupgengi hennar nú 121,80 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,58% og er kaupgengi þess nú 137,39 krónur.
  • Japanskt jen um 1,54% og er kaupgengi þess nú 0,9343 krónur.
  • Dönsk króna um 1,73% og er kaupgengi hennar 16,378 krónur.
  • Sænsk króna um 1,61% og er kaupgengi hennar 12,647 krónur.
  • Norsk króna um 1,58% og er kaupgengi hennar 12,804 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,43% og er kaupgengi hans 110,30 krónur.