*

fimmtudagur, 21. júní 2018
Innlent 11. júlí 2017 14:14

Krónan heldur áfram að veikjast

Íslenska krónan hefur veikst umtalsvert það sem af er degi.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Íslenska Krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum það sem af er degi. Gengi íslensku krónunnar hefur veikst umtalsvert upp á síðkastið. Á síðustu 30 dögum hefur hún til að mynda veikst um 5,58% gagnvart evru.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir veikst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 1,65% og er kaupgengi hans nú 106,77 krónur.
  • Evran um 1,75% og er kaupgengi hennar nú 121,80 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,58% og er kaupgengi þess nú 137,39 krónur.
  • Japanskt jen um 1,54% og er kaupgengi þess nú 0,9343 krónur.
  • Dönsk króna um 1,73% og er kaupgengi hennar 16,378 krónur.
  • Sænsk króna um 1,61% og er kaupgengi hennar 12,647 krónur.
  • Norsk króna um 1,58% og er kaupgengi hennar 12,804 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,43% og er kaupgengi hans 110,30 krónur.