Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings banka, segir í viðtali í Viðskiptablaðinu í dag að krónan henti hvorki  íslensku þjóðfélagi né Kaupþingi lengur. ?Ekki síst núna þegar við höfum keypt hollenska bankann NIBC. Eftir þau kaup eru um það bil 15% af efnahag bankans á Íslandi,? segir Sigurður í viðtalinu. ?Það hefur komið í ljós á þessu ári að það er óhjákvæmilegt að bankinn muni hverfa frá notkun á íslensku krónunni sem reikningseiningu fyrir sín uppgjör og sína starfsemi. Ef litið sé á málin út frá víðari sjónarhóli þá held ég að það sé jafnframt ljóst að þessi eining henti ekki íslensku þjóðfélagi,? segir Sigurður.

Í viðtalinu rekur Sigurður einnig söguna að baki kaupunum á hollenska bankanum NIBC og hvaða áhrif þau muni hafa á rekstur bankans. Þá fjallar hann einnig um stöðu bankans á íbúðalánamarkaði.