*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 23. mars 2018 13:16

Krónan krónu dýrari

Verðmunur á páskaeggjum hjá Krónunni og Bónus var aðeins ein króna í 25 af 32 tegundum eggja.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat í könnun verðlagseftirlits ASÍ en afar lítill á milli ódýrustu verslananna, Krónunnar og Bónus. Á þessum tveimur verslunum munaði yfirleitt aðeins einni krónu á og voru 25 páskaegg af 32 krónu ódýrari í Bónus.

Til dæmis kostar páskaegg númer fjögur frá Nóa Siríus 1.459 krónur í Bónus Granda en 1.460 krónur í Krónunni á Granda.

Hagkaup var alla jafna dýrust eða í 19 af 32 tilfellum og mesti verðmunurinn var á páskaeggjum frá Freyju var allt að 57% á milli Hagkaupa og Bónus.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim