*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 23. mars 2018 13:16

Krónan krónu dýrari

Verðmunur á páskaeggjum hjá Krónunni og Bónus var aðeins ein króna í 25 af 32 tegundum eggja.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat í könnun verðlagseftirlits ASÍ en afar lítill á milli ódýrustu verslananna, Krónunnar og Bónus. Á þessum tveimur verslunum munaði yfirleitt aðeins einni krónu á og voru 25 páskaegg af 32 krónu ódýrari í Bónus.

Til dæmis kostar páskaegg númer fjögur frá Nóa Siríus 1.459 krónur í Bónus Granda en 1.460 krónur í Krónunni á Granda.

Hagkaup var alla jafna dýrust eða í 19 af 32 tilfellum og mesti verðmunurinn var á páskaeggjum frá Freyju var allt að 57% á milli Hagkaupa og Bónus.