Gengi íslensku krónunnar hefur styrskt töluvert það sem af er degi eftir töluverða veikingu nánast allan septembermáuð. Það sem af er degi hefur gengi krónunnar styrkst um 1,38% gagnvart evru, um 1,52% gagnvart dollar og um 1,44% gagnvart pundi.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 1,52% og er kaupgengi hans nú 109,57 krónur.
  • Evran um 1,38% og er kaupgengi hennar nú 128,18 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,44% og er kaupgengi þess nú 143,51 króna.
  • Japanskt jen um 1,53% og er kaupgengi þess nú 0,9793 krónur.
  • Dönsk króna um 1,38% og er kaupgengi hennar 17,182 krónur.
  • Sænsk króna um 2,04% og er kaupgengi hennar 12,17 krónur.
  • Norsk króna um 1,58% og er kaupgengi hennar 12,17 krónur.
  • Svissneskur franki um 1,15% og er kaupgengi hans 113,66 krónur.

Á sama tíma og gengi krónunnar hefur styrkst hefur gengi bréfa Icelandair lækkað um 3,83% í 136 milljóna viðskiptum í kauphöllinni í dag.