*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 15. september 2017 10:00

Krónan tekur dýfu í kjölfar stjórnarslita

Lækkunin kemur í kjölfar tilkynningar Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í nótt.

Ritstjórn

Krónan hefur veikst gegn helstu viðskiptamyntum það sem af er degi. Lækkunin kemur í kjölfar tilkynningar Bjartrar framtíðar um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu í nótt. Gengi krónunnar hefur veikst um 0,88% gagnvart evru, 1,50% gagnvart pundi og 0,33% gagnvart dollar. 

Þá hefur ávöxtunarkrafa á nokkrum flokkum óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hækkað auk þess að hlutabréf í Kauphöllinni hafa lækkað töluvert.