Ein Evra kostar nú 133 krónur og hefur hún ekki verið jafn dýr í tæpt ár. Töluverðar sveiflur hafa verið á gjaldeyrismarkaði að undanförnu en Viðskiptablaðið greindi frá því síðastliðinn föstudag að Krónan hafi ekki verið jafn veik síðan í byrjun febrúar á síðasta ári.

Bandaríkjadalur fór undir 100 krónur í mars á þessu ári en stendur nú í 114 krónum. Dollarinn hefur ekki verið dýrari síðan í apríl í fyrra en hann fór yfir 115 krónur fyrr í dag.

Gengisvísitala Seðlabankans stendur í 171,6 stigum og samkvæmt vísitölunni hefur gengið því ekki verið veikara í um tvö ár.

Uppfært klukkan 15.31: Fréttablaðið hefur nú greint frá því að Seðlabankinn hafi gripið inn í gjaldeyrismarkaðinn til að sporna gegn frekari gengisveikingu krónunnar.