Gengi íslensku krónunnar heldur áfram að sveiflast eins og lauf í vindi. Þegar þetta er skrifað hefur krónan veikst töluvert gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum Íslands. Svo virðist sem mestur hluti lækkunarinnar hafi átt sér stað nú síðdegis. Þegar þetta er skrifað hefur krónan veikst um 2,82% gagnvart evru, 2,82% gagnvart danskri krónu og 2,05% gagnvart Bandaríkjadollar.

Þegar þetta er skrifað hafa gjaldmiðlarnir styrkst sem hér segir gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur um 2,05% og er kaupgengi hans nú 105,35 krónur.
  • Evran um 2,82% og er kaupgengi hennar nú 121,8 krónur.
  • Breskt sterlingspund um 1,96% og er kaupgengi þess nú 137,43 krónur.
  • Japanskt jen um 2,64% og er kaupgengi þess nú 0,9399 krónur.
  • Dönsk króna um 2,82% og er kaupgengi hennar 16,378 krónur.
  • Sænsk króna um 2,3% og er kaupgengi hennar 12,715 krónur.
  • Norsk króna um 3,05% og er kaupgengi hennar 13,046 krónur.
  • Svissneskur franki um 2,96% og er kaupgengi hans 110,43 krónur.