Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í morgun ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum í 4,5%.
Íslenska krónan hefur veikst gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum sínum frá því að markaðir opnuðu, frá 0,94% gagnvart breska pundinu upp í 1,57% gagnvart japönsku jeni.

Styrking helstu mynta gagnvart krónu:

  • Bandaríkjadalur - 1,21% miðgengi: 108,12
  • Evra - 1,52% miðgengi 127,4
  • Breskt pund - 0,94% miðgengi: 138,37
  • Japanskt jen - 1,57% miðgengi 0,9887
  • Svissneskur franki - 1,37% miðgengi 111,61
  • Dönsk króna - 1,52% miðgengi 17,13
  • Sænsk króna - 1,40% miðgengi 13,349
  • Norsk króna - 1,50% miðgengi 13,699