Mohammed bin Salman, krónprinsinn af Sádí Arabíu er sagður vera kaupandi dýrasta málverks í heimi á vef The Wall Street Journal . Málverkið seldist á 450 milljónir dala á uppboði eða sem nemur 46 milljörðum króna líkt og Viðskiptablaðið greindi frá en hingað til hefur ekki verið vitað hver kaupandinn var.

Málverkið ber nafnið Salvator Mundi og er eftir Leonardo da Vinci en það er sagt vera túlkun hans á Jesú Krist.

Talið er að kaupin á málverkinu geti skaðað ímynd krónprinsins í heimalandinu. Það líti ekki vel út fyrir hann að eyða svo miklum fjármunum í kaup á málverki á sama tíma og hann leiði yfirgripsmiklar umbætur í efnahagsmálum sem er fyrst og fremst ætlað að koma í veg fyrir spillingu.