Kaupfélag Skagafjarðar (KS) hagnaðist um 2,4 milljarða í fyrra. Frá þessuvar greint á skagfirska fréttavefnum Feykir.is á mánudag. Veltan jókst úr 21,8 milljörðum í 25,7 milljarða. Veltuféfrá rekstri nam 3,5 milljörðum sem er um 400 milljónum meira en árið á undan. Áhersla hefur verið lögð á það að lækka skuldir að undanförnu.Þær lækkuðu um fimm milljarða í fyrra. Meðalfjöldi starfsmanna samstæðunnar, það er Kaupfélagsins og dótturfélaga, þar á meða sjávarútvegsfyrirtækisins FSK Seafood,var 727.

Bændablaðið greinir frá því í nýjasta blaði sínu að eigið fé KS sé nú um 15 milljarðar króna.