KS Orka Renewables Pte Ltd., hefur skrifað undir samkomulag við PT Sokoria Geothermal Indonesia (SG) um kaup á 95% hlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef KS Orku.

Fyrirtækið stefnir að byggingu 30MW jarðvarmavirkjun á Flores eyju á Indónesíu. Reiknað er með því að virkjunin verði tilbúin til notkunar í desember 2018.

KS Orka er sameiginlegt framtak Hugar Orku ehf. og Zhejiang Kaishan Compressor, sem er skráð í kínversku Shenzhen kauphöllinni.