Kúbverjar stefna að því að kaupa fisk beint af Færeyingum til þess að þess að standa straum af aukinni eftirspurn vegna auknum ferðamannastraumi til Kúbu. Einnig vilja kúbversk stjórnvöld að Færeyingar veiði þorskkvóta sem þeir eiga í flæmska hattinum svokallaða. Þessu greinir fréttastofa Ríkisútvarpsins frá.

Þetta fyrirkomulag var rætt á fundi milli Magna Arge þingmanns og fulltrúa í sjávarútvegsráðuneyti Kúbu og á fundum sendiherra Kúbu með Högna Hoydal sjávarútvegsráðherra færeysku stjórnarinnar og Poul Michelsen sem fer fyrir utanríkismálum Færeyinga.

Kúbverjar hafa í gegnum tíðina keypt færeyskan lax og saltfisk af spænskum, portúgölskum og kínverskum fyrirtækjum, en vilja nú gera það milliliðalaust.