*

laugardagur, 20. apríl 2019
Innlent 22. janúar 2019 09:41

Kvika fær auknar heimildir í Bretlandi

Dótturfélag Kviku hefur fengið starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða í Bretlandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Breska fjármálaeftirlitið hefur veitt dótturfélagi Kviku banka hf., Kviku Securities Ltd., starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Starfsleyfið er sagt veita Kviku færi á að veita viðskiptavinum sínum, jafnt innlendum sem erlendum, víðtækari fjármálaþjónustu en áður, sem tekur nú til sjóðastýringar sérhæfðra sjóða auk almennrar fjármálaráðgjafar í Bretlandi.

„Uppbygging starfsemi Kviku í Bretlandi gengur vel og verkefnastaðan hefur verið að styrkjast jafnt og þétt. Við erum því mjög ánægð að fá auknar starfsheimildir sem bætir stöðu okkar til að halda áfram að bjóða viðskiptavinum Kviku upp á áhugaverða fjárfestingakosti í Bretlandi á komandi misserum.“ Er haft eftir Gunnari Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Kviku í Bretlandi.

Stikkorð: Gunnar Sigurðsson Kvika
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim