Í dag var samþykkt á framhaldsfundi Kviku fjárfestingabanka að lækka hlutafé félagsins um 252 milljónir króna - úr 1,6 milljarði króna í 1,35 milljarð króna.

Lækkunin var í samræmi við ákvörðun stjórnar um greiðslu á einum milljarði króna til hluthafa í hlutfalli við hlutafjáreign þeirra. Kvika banki var áður MP banki. Bankinn er fjárfestingabanki sem sérhæfir sig í eignastýringu.