Í dag tilkynnti Fjármálaeftirlitið um að þann 1. nóvember síðastliðinn hefði stofnunin komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki hf. væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni hf. sem næmi allt að 50% samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki og greiðsluþjónustu.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá á sínum tíma leiddi bankinn hóp fjárfesta sem keyptu Kortaþjónustuna, sem einnig var vísað til sem Korta, á eina krónu , en að auki settu fjárfestarn 1,5 milljarð af viðbótarhlutafé í félagið.

Þá komst Fjármálaeftirlitið jafnframt að þeirri niðurstöðu að Vátryggingafélag Íslands hf. væri hæft til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni hf. Sá eignarhlutur næmi allt að 20% með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald á Kviku að því er segir á vef stofnunarinnar.