Stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi tilnefndu talsvert fleiri karla en konur í setu í nefndum og stjórnum sem kosið var til á Alþingi á þriðjudaginn. Í frétt Ríkisútvarpsins kemur fram að stjórnarandstaðan tilnefndi nálega þrisvar sinnum fleiri karla en konur sem aðalmenn.

Áður hefur verið greint frá því að Alþingi braut jafnréttislög með því að hafa ekki jafnt kynjahlutfall í fimm nefndum af tólf, eins og áður hefur verið greint frá. Ef að litið er til þess hvort skipanirnar eru frá stjórn eða stjórnarandstöðu sést að af 33 aðalmönnum tilnefndu stjórnarflokkarnir ellefu karla og átta konur, en stjórnarandstaðan tilnefndi þrettán karla og aðeins eina konu.

Yfir heildina litið þá tilnefndi stjórnarandstaðan einnig talsvert færri konur en karla. Af 58 tilnefndum, aðal- og varamönnum, voru 25 konur en 33 karlar. Einungis sjö konur voru tilnefndar sem aðalmenn en 20 karlar. Hins vegar tilnefndu ríkisstjórnarflokkarnir alls fleiri konur en karla, eða 40 karla og 42 konur. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnfréttismálaráðherra, segir kosninguna ákaflega óheppilega og klaufalega og vill að Alþingi kjósi á nýjan leik.