*

mánudagur, 22. apríl 2019
Erlent 5. september 2016 19:51

Kynna nýja rafmagnsbíla í París

Daimler mun að öllum líkindum kynna sex nýjar tegundir af rafmagnsbílum á bílasýningu í París. Rafmagnið verður að öllum líkindum í fararbroddi.

Ritstjórn
Mercedes Benz Vision Tokyo
Aðsend mynd

Þýski bílarisinn Daimler mun að öllum líkindum kynna sex nýjar tegundir af rafmagnsbílum á næstu misserum. Fyrirtækið ætlar sér að geta keppt betur við Tesla og Volkswagen á sviði vistvænna bíla.

Fyrirtækið mun kynna bifreiðarnar á bílasýningu sem fer fram í París í október. Evrópskir fjölmiðlar hafa nú þegar spáð í spilin, en sérstakur áhugi er fyrir næstu vörulínu Mercedes-Benz. Líklegt er að Daimler muni fara í grimma samkeppni við Tesla.

Framleiðendur um allan heim hafa nú verið að fylgja í fótspor Tesla Motors. Áhugi neytenda á rafmagnsbílum hefur stóraukist og hefur fyrirtæki Elons Musk náð að sýna gott fordæmi með Model S, X og 3.

Samkvæmt þýska bílablaðinu Automobilwoche, er vonast til þess að Daimler kynni til leiks rafdrifna jeppa.

Stikkorð: Bílar Daimler Rafmagn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim