1.390 kjósendur kusu í Reykjavík eftir að kjörklefar opnuðu og til klukkan 10. Straumur kjósenda í kjörklefana jókst þó nokkuð milli ellefu og tíu og klukkan klukkan ellefu í morgun höfðu 4050  manns kosið í Reykjavíkurkjördæmunum. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins .

Kjörsókn var því 4,4% klukkan ellefu í Reykjavík, þar sem að 92 þúsund kjósendur eru í Reykjavíkurkjördæmunum. Í Reykjavík er nokkur vindur og rigning. Þó er um 5 stiga hiti úti.

Í Suðvesturkjördæmi var kjörsóknin nokkuð dræm miðað við síðustu kosningar. Þar höfðu 3.074 kosið eða 4,5%, samanborið við 6,4% á sama tíma í fyrra. Líklegt er að veðrið hafi haft sín áhrif á höfuðborgarsvæðinu — en það hefur verið nokkuð rysjótt í morgun. Þó er tekið fram í frétt RÚV að það eigi að batna með deginum og því er talið líklegt að fólk drífi sig út í kjörklefana seinna í dag.

Í Suðurkjördæmi höfðu um 5% kosið klukkan ellefu eða 1759.