Ráðgjafafyrirtækið Capacent hefur lækkað verðmat sitt á tryggingarfyrirtækinu TM um 7% og metur nú gengi hlutabréfa félagsins á 32,2 krónur per hlut. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu .

Síðasta verðmat Capacent er frá því í apríl en þá voru bréf tryggingarfyrirtækisins metin á 34,7 krónur per hlut. Að mati ráðgjafarfyrirtækisins er helsta ástæðan fyrir lægra verðmati TM lakari grunnrekstur. Þá bendir fyrirtækið á að sögulega séð hafi grunnrekstur TM verið sterkari en annarra tryggingarfélaga á markaðnum en félagið sé nú að missa þá stöðu.

Samsett hlutfall tryggingafélaganna þriggja, TM, VÍS og Sjóvá er samkvæmt Capacent sífellt að nálgast hvert annað. Samsett hlutfall TM síðustu tólf mánuði hefur verið 100,3%.