Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði um 1,23% í dag í rúmlega 2,5 milljarða króna viðskiptum. Mesta velta dagsins var með bréf í Icelandair, en fyrirtækið hefur nú lækkað umtalsvert í viðskiptum síðustu daga. Fyrirtækið lækkaði í heildina um 1,61% og er gengi bréfanna við lokun því 27,45 krónur.

Úrvalsvísitölufélögin lækkuðu öll, annan daginn í röð. Marel lækkaði um 1,18%, Hagar lækkuðu um 2,28% og HB Grandi um 1,31%.

Utan vísitölunnar, lækkaði Sjóvá um 2,21% og Fjarskipti um 1,37%. Gengi Sjóvá er nú 11,08 og bréfin í Fjarskiptum fást nú á 43,10 á hlut.

Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,13%, en skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,11%. Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,28%. Hlutabréfavísitala sjóðstýringarfélagsins lækkaði aftur á móti um 1,13%.