Nikkei 225 vísitalan lækkaði í nótt og hefur ekki verið lægri síðan 28. júní. Fór hún niður um 1,85%. Jókst sala á hlutabréfum á mörkuðum í Japan þegar breska pundið hélt áfram að lækka, sem jók á áhyggjur vegna úrsagnar landsins úr Evrópusambandinu.

Elstu markaðslöndin lækka mest

Breska pundið er núna komið í 1,29 Bandaríkjadali og 159,60 krónur.

Aðrar hlutabréfavísitölur á asíumörkuðum lækkuðu, Kospi vísitalan í Kóreu lækkaði einnig um 1,85%, og Taiwan Weighted vísitalan lækkaði um 1,61%. Í Ástralíu var einnig nokkur lækkun þar sem S&P/ASX 200 vísitalan lækkaði um 0,58%.

Hins vegar hækkaði eilítið á mörkuðum í Kína, fór Shanghai Composite vísitalan um um 0,36% og sömuleiðis var eilítil hækkun í Nýja Sjálandi, þar sem Dow Jones New Zealand vísitalan hækkaði um 0,14%.