Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,59% í dag og endaði í 1.762,74 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 2,6 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,20% og stendur því í 1.370,62 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu ríflega 1,9 milljörðum króna.

Aðeins tvö félög hækkuðu á mörkuðum í dag. Sjóvá hækkaði meira eða um 0,29% í ríflega 63 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu í 17,15 krónum í lok dags. Þá hækkuðu bréf fasteignafélagsins Reita um 0,06% í ríflega 575 milljón króna viðskiptum. Bréf félagsins stóðu því í 86,00 krónum við lokun markaða.

Mest lækkuðu bréf Origo eða um 1,39% í rúmlega 29 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins enduðu í 24,80 krónum. Þá lækkuðu bréf N1 næst mest eða um 1,24% í ríflega 74 milljón króna viðskiptum. Bréf N1 stóðu því í 119,00 krónum í lok dags.

Vísitölur Gamma

Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,53% í viðskiptum upp á tæpa 2,5 milljarða. Skuldabréfavísitala Gamma hækkaði um 0,19% í 1,1 milljarðs króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,24% í 0,7 milljarða viðskiptum en óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,09 í 0,4 milljarða króna viðskiptum.