Helstu markaðir á Vesturlöndum lækkuðu í gær. Ástæðan er lækkun gengis orkufélaga þar sem verð á olíu lækkaði. Þetta kemur fram í fréttabréfi IFS greiningar.

S&P 500 vísitalan lækkaði um 0,3% á meðan EuroStoxx 600 vísitalan lækkaði um 0,6%.  Af gjaldeyrismálum er það að frétta að dollar veiktist á móti evru um 0,3% en íslenska krónan styrktist lítillega gagnvart helstu gjaldmiðlum.

Hins vegar þá hækkuðu vísitölur asískra markaða nokkuð. Til að mynda þá hækkaði MSCI vísitalan —sem nær yfir stóran hluta af vísitölum í Asíu, að undanskildri japönsku vísitölunni — um 0,8%. Ástralska vísitalan hækkaði einnig um 0,4%. Þetta kemur fram í frétt Reuters .