Hagstofa Íslands hefur gefið út að vísitala framleiðsluverðs fyrir apríl 2016 hafi lækkað um 0,5% frá mánuðinum á undan og endað í 199,5 stigum. Á fjórða ársfjórðungi ársins 2005 var vísitalan sett í 100 stigum.

Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 259,9 stig, sem er lækkun um 0,4% milli mánaða og vísitalan fyrir stóriðju var 174,9 stig eftir lækkun um 2,5%. Framleiðsluverð fyrir matvæli hækkaði um 1,2% en fyrir annan iðnað hækkaði vísitalan um 1,6%. Hækkaði vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur framleiddar og seldar innanlands um 1,5% en fyrir útfluttar afurðir lækkaði vísitalan um 1,6%.

Breytingar milli ára

Þegar horft er til breytinga á vísitölunni milli ára hefur vísitala framleiðsluverðs lækkað um 10,4% frá því á apríl 2015 og verðvísitala sjávarafurða lækkað um 6,3%. Þetta gerist á sama tíma og verð á afurðum stóriðju hefur lækkað um 23,8% en verð á mætvælum hækkað um 4,6%.