*

föstudagur, 19. apríl 2019
Innlent 29. maí 2018 14:23

Lækkun húsnæðis lækkar verðbólgu

Húsnæðisverð hefur lækkað milli mánaða sem ásamt lækkun flugfargjalda hafa leitt til lægri verðbólgu.

Ritstjórn
Fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað, en verð einbýli lækkaði sem og verð húsnæðis úti á landi.
Hörður Kristjánsson

Greiningardeild Íslandsbanka heldur því fram að óvænt lækkun í húsnæðislið vísitölu neysluverðs og töluverð lækkun flugfargjalda til útlanda séu helstu ástæður þess að verðbólga hefur hjaðnað úr 2,3% í 2,0%.

Nýbirtar tölur Hagstofunnar sýna að vísitala neysluverðs lækkaði um 0,09% í maí og einnig lækkaði vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,03%. Vísitalan hefur því hækkað um 0,2% síðustu 12 mánuði.

Áðurnefnd lækkun á húsnæðisliðnum, flugfargjöldum og fatnaði eru megin ástæður þess að vísitala neysluverðs hefur lækkað.

Athyglisvert er að þegar skoðaðar eru undirvísitölur Hagstofunnar fyrir markaðsverð íbúðarhúsnæðis eftir tegund og staðsetningu húsnæðis, vekur athygli að allir liðir lækkuðu á milli mánaða fyrir utan að fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu stóð í stað. Verð einbýlis á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,9% og verð húsnæðis á landsbyggðinni lækkaði um 0,8%.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur íbúðaverð hækkuð um 7% undanfarna 12 mánuði. Þar af leiðandi hefur dregið aðeins úr þeim hækkunum sem hafa átt sér stað undanfarið. Þessi hækkun náði hámarki síðastliðið sumar þegar hún varð ríflega 24%.

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólga haldist enn undir markmiði Seðlabankans næstu mánuðina og spáir því að verðbólga muni mælast 2,3% í ágústmánuði.     

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim