*

þriðjudagur, 20. nóvember 2018
Innlent 2. febrúar 2018 16:43

Lækkun í vikulok í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði, en lítil viðskipti voru síðasta dag vikunnar, eða fyrir 1,8 milljón á hlutabréfamarkaði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,49% í 1,8 milljarða viðskiptum, og fór hún niður í 1.750,55 stig. Aðalvísitala Skuldabréfa lækkaði um 0,04% í 3,6 milljarða viðskiptum og fór hún niður í 1.363,20 stig.

Mest lækkun var á gengi bréfa Origo, í litlum viðskiptum þó. Lækkuðu þau um 3,25% í 29 milljón króna viðskiptum og fóru þau niður í 25,30 krónur hvert bréf. Næst mest lækkun var á gengi bréfa Icelandair, eða um 1,82% í 334 milljón króna viðskiptum og er gengi bréfanna nú 16,15 krónur.

Mest hækkun var á gengi bréfa TM, sem hækkuðu um 1,02% upp í 34,65 krónur í mjög litlum viðskiptum þó, eða fyrir um 4,4 milljónir króna. Næst mest hækkun var á gengi bréfa HB Granda eða um 0,98% í 119 milljón króna viðskiptum og fóru þau upp í 35,90 krónur. 

Loks hækkaði gengi bréfa Símans um 0,96% í tæplega 46 milljón króna viðskiptum og fæst nú hvert bréf félagsins á 4,22 krónur.