*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 17. apríl 2018 16:45

Lækkun Origo nam 11,5%

Gengi bréfa Origo, N1 og Haga lækkuðu mikið í kauphöllinni í dag, meðan bréf Eikar, HB Granda og VÍS hækkuðu nokkuð.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,25% í viðskiptum dagsins og fór hún niður í 1.781,68 stig. Markaðsvísitala Gamma lækkaði um 0,08% í 5,7 milljarða viðskiptum og fór hún í 166,514 stig. Hlutabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,25% líkt og úrvalsvísitalan, í 2,9 milljarða viðskiptum og fór hún í 431,187 stig.

Mest var lækkun á gengi bréfa Origo, eða um 11,51%, í 87 milljóna viðskiptum og fór gengi bréfanna niður í 20,75 krónur. Fyrr í dag hafði gengið lækkað um 8,74% en eins og Viðskiptablaðið sagði frá hafði félagið sent frá sér afkomuviðvörun vegna þess að félagið stefndi í tap á 1. ársfjórðungi.

Einnig lækkaði gengi bréfa N1 og Haga töluvert. N1 lækkaði um 4,56% í 274 milljóna viðskiptum, en sagt var frá því í dag að félagið hafði dregið til baka samrunatilkynningu sína til Samkeppniseftirlitsins vegna samruna félagsins við Festi.Hagar lækkuðu um 3,08%, niður í 42,50 krónur, í 205 milljóna viðskiptum. Icelandair, Eimskip og Skeljungur lækkuðu svo öll um ríflega 1%, önnur minna.

Eik fasteignafélag hækkaði hins vegar mest, eða um 2,68% í jafnframt mestu viðskiptunum, eða 586 milljónum króna, og fór gengi bréfa félagsins í 10,35 krónur. HB Grandi hækkaði næst mest eða um 1,34% í 77 milljóna viðskiptum og er lokagengi bréfanna 30,20 krónur. VÍS hækkaði svo um 1,11% í 250 milljóna viðskiptum og stóðu bréfin í lok dags í 13,70 krónum.

Stikkorð: Hagar Gamma Úrvalsvísitalan Kauphöll N1 HB Grandi VÍS Eik Nasdaq Iceland Origo
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim