Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, sagði fyrir vitnaleiðslum í breska þinginu að lækkun breska pundsins muni lækka viðskiptahalla breska ríkisins og geti ýtt undir hagvöxt sem muni hjálpa landinu þegar það semur núna við stærstu viðskiptalönd sín upp á nýtt.

„Gengið mun hjálpa við þessar aðstæður,“ sagði Carney og að „gengislækkunin getur hjálpað við aðlögunina.“

Aukinn útflutningur í kjölfar lækkunar pundsins

Pundið er enn 11% lægra virði heldur en það var fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 23. júní, þrátt fyrir að hafa endurheimt hluta af lækkunina þegar ljóst var að Theresa May myndi taka við sem forsætisráðherra.

Í máli seðlabankastjórans kom fram að ef gjaldmiðillinn héldist áfram í þessu lága gengi myndi það hjálpa til við að lækka viðskiptahallann um nálega þriðjung, með auknum útflutningi.

Sterkt og sveigjanlegt hagkerfi

„Það verður hagvöxtur í þessu hagkerfi, það er engin spurning,“ sagði bankastjórinn því hagkerfið væri mjög sveigjanlegt og sterkt.

Peningastefnunefnd bankans heldur fund á fimmtudaginn þar sem fjárfestar vænta þess að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar.