Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur verið sakfelld af frönskum dómstóli vegna vanrækslu, en í tíð henni sem fjármálaráðherra Frakklands voru hundruðir milljónir evra sem fóru fyrir bý í umdeildum viðskiptum fransks viðskiptamanns. BBC greinir frá .

Málið hefur skyggt á feril Lagarde sem framkvæmdastjóri AGS upp á síðkastið. Einnig hefur dómsmálið komið upp um hagsmunatengsl valdamikilla stjórnmálamanna og viðskiptajöfra í Frakklandi. Í stuttu máli þá snýst vanræksla Lagarde um 400 milljóna evra greiðslu sem að Bernard Tapie, franskur viðskiptajöfur, hlaut til þess að leiða lyktum deilumáli við bankann Crédit Lyonnais sem er að hluta í eigu franska ríkisins.