Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í gær að alþjóðlegar eftirlitsstofnanir hafa í langan tíma haft vitneskju um slaka afstöðu Panama til skattlagningar og spillingar en höfðu gert lítið til að bregðast við.

„Í tilfelli Panama þá höfðu viðvörunarbjöllur kviknað, en viðbrögðin hefðu ekki komist nálægt þeirri framkvæmd sem búist var við,“ sagði Lagarde í gær þegar hún ræddi um afleiðingar svokallaðra Panamaskjala sem hafa verið mikið til umræðu síðustu vikurnar.

Hún sagði að alþjóðasamfélagið þyrfti að gera miklu meira til að berjast gegn skattaundanskoti og spillingu. Það þarf að grípa til aðgerða í stað þess eins að gefa út skýrslur sem vara við afleiðingum skattaskjóla á borð við Panama.