Lambakjöt er mjög vinsælt á grillið samkvæmt Sigurði Þórðarsyni, deildarstjóra hjá Sláturfélagi Suðurlands. Hann segir SS kryddlegnar lambatvírifjur og lærisneiðar vinsælastar á grillið í sumar hjá þeim. Um er að ræða kryddlög sem SS hefur notast við lengi og inniheldur m.a. chilipipar, papriku og piparrósmarín.

Þá segir Sigurður svínakjötið koma sterkt inn m.a. vegna þess á hve góðu verði það er í verslunum.

Af pylsum eru vínarpylsurnar langvinsælastar hvort sem er á grillið eða til suðu.