*

sunnudagur, 24. september 2017
Innlent 17. ágúst 2012 07:54

Lán fyrir hlutabréfakaupum 75%

Eigið fé til hlutabréfakaupa í nokkrum fyrirtækum þarf ekki að vera nema 25% nú en áður var það hlutfall 50%.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Lántökuhlutfall til hlutabréfakaupa hefur breyst úr 50% í 75%. Því er hægt að taka 75% lán í fjórum félögum í Kauphöllinni en leggja fram þarf tryggingar fyrir láninu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Icelandair, Marel, Reginn og Hagar eru þau fyrirtæki sem er auðveldast að fá lán fyrir.

Þar kemur fram að stærstu eigendur fyrirtækjanna, lífeyrissjóðir og fjárfestingasjóðir, taka ekki lán fyrir kaupunum og því er umfang þessara lána ekki mikið. 

Stikkorð: Kauphöllin