*

mánudagur, 23. október 2017
Erlent 24. júní 2012 14:47

Lan og Tam verða að næst stærsta flugfélagi í heimi

Verða sameinuð undir hatti Latam með 40 þúsund starfsmenn.

Ritstjórn

Eftir tveggja ára samningaviðræður hafa eigendur brasílíska flugfélagsins Tam ákveðið að þeir séu tilbúnir að selja félagið til eigenda Lan flugfélagsins, sem er frá Chile.

Saman munu félögin tvö verða að einu félagi, Latam, sem verður næst stærsta flugfélag í heimi, að markaðsvirði, en kínverska félagið Air China trónir á toppnum sem stærsta flugfélagið.

Samtals verða félögin tvö undir hatti Latam með flugflota upp á 241 þotu, með 198 þotur í pöntun. 40 þúsund manns munu starfa hjá hinu nýja félagi.

Stikkorð: Flugvél