*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 26. apríl 2018 11:05

Landbúnaður undanþegin samkeppnisreglum

Miðflokkurinn vill að aðrar greinar landbúnaðarins njóti sömu undanþága frá samkeppnislögum og mjólkuriðnaðurinn.

Ritstjórn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins sem hélt landsþing sitt um síðustu helgi.
Haraldur Guðjónsson

Miðflokkurinn samþykkti í stefnuskrá sinni að allar greinar landbúnaðarins fái sömu undanþágur frá samkeppnislögum og mjólkuriðnaðurinn nýtur. Á landsþingi Miðflokksins, sem haldinn var um helgina í Hörpu, samþykkti flokkurinn nýja stefnuskrá þar sem meðal annars kom fram villji til að auka stuðning við landbúnaðinn enn frekar frá því sem nú er.

Meðal þess sem flokkurinn samþykkti undir lið sjávarútvegs, landbúnaðar og matvælaframleiðslu var að standa vörð um sérákvæði búrvörulaga sem heimila mjólkuriðnaðinum sérstaka samvinnu og verkaskiptingu.

Segja undanþáguna hafa lækkað verð

Eru þessi sérákvæði sem veita greininni undanþágur frá samkeppnislögum sögð hafa skilað gríðarlegri hagræðingu og lækkað verð til neytenda, sem flokkurinn vill að nái einnig til annarra greina landbúnaðarins.

„Miðflokkurinn mun beita sér fyrir því að aðrar greinar landbúnaðarins fái sambærilegar undanþágur frá samkeppnislögum og mjólkuriðnaðurinn þannig að stuðla megi að frekari hagræðingu og þróun,“ segir í ályktun Miðflokksins. „Miðflokkurinn telur mikilvægt að viðhalda framleiðslustýringu í mjólkurframleiðslunni sem gefist hefur vel og tryggt starfsöryggi og afkomu í þeirri grein.

Miðflokkurinn telur að heimila þurfi stóraukið samstarf á sviði framleiðslu og sölu á sauðfjárafurðum og vill beita sér fyrir lagabreytingum þar um. Auka þarf svæðisbundinn stuðning, tryggja bændum fyrirsjáanleika t.d. með því að verð til þeirra liggi fyrir mun fyrr.“

Þess utan leggst flokkurinn gegn innflutningi á hráu kjöti til landsins og að gerðar verði sömu kröfur um hreinleika og heilnæmi matvara sem fluttar eru til landsins og gerðar eru til íslenskra landbúnaðarvara. „Stórauka þarf eftirlit með uppruna og heilnæmi innfluttra matvara,“ segir þar jafnframt.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim