*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 20. september 2018 15:28

Landsbankinn greiðir 9,5 milljarða arð

Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu, og hefur því greitt samtals 24,8 milljarða í arð á árinu.

Ritstjórn
Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans.
Kristinn Ingvarsson

Landsbankinn greiddi í gær 9,5 milljarða króna í sérstaka arðgreiðslu. Bankinn hefur þar með greitt 24,8 milljarða króna í arð árinu 2018 og alls nema arðgreiðslur bankans 131,7 milljörðum króna frá árinu 2013, en um 99,7% af arðgreiðslum ársins renna í ríkissjóð. Þetta kemur fram í frétt á vef bankans.

Tillaga bankaráðs um arðgreiðslur var samþykkt á aðalfundi bankans 21. mars síðastliðinn. Annars vegar var um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og var sú greiðsla innt af hendi 28. mars. Hins vegar er um að ræða sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna sem var greidd 19. september 2018.

Eigið fé Landsbankans var 232,1 milljarðar króna 30. júní síðastliðinn og eiginfjárhlutfallið var 24,1% og hafði þá verið gert ráð fyrir áhrifum arðgreiðslna á árinu 2018.

Stikkorð: Landsbankinn
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim