*

mánudagur, 18. febrúar 2019
Innlent 6. janúar 2012 12:20

Landsbankinn kaupir Sparisjóð Svarfdæla

Landsbankinn greiðir 165 milljónir króna fyrir sparisjóð sem rekur útibú á Dalvík og í Hrísey. Sparisjóðurinn verður lagður niður.

Ritstjórn

Samkomulag hefur náðst um að Landsbankinn kaupi Sparisjóð Svarfdæla. Samkomulagið felur í sér að Landsbankinn tekur yfir skuldbindingar sparisjóðsins, bæði innlán og víkjandi lán, upp á 3,2 milljarða króna. Bankinn greiðir 165 milljónir fyrir sparisjóðinn, samkvæmt upplýsingum fréttastofu Stöðva 2 og Bylgjunnar.

Sparisjóðurinn verður lagður niður í kjölfarið.

Bankasýslan fór með 90% hlut ríkisins í sparisjóðnum en setti hann í söluferli í september.

Tilboð Landsbankans er samþykkt með fyrirvara um samþykki stofnfjárhafa sparisjóðsins, sem eiga 10% hlut í honum.

Níu manns starfa hjá Sparisjóði Svarfdæla.