Fjármálaeftirlitið (FME) hefur heimilað kaup Landsbankans á öllum rekstri og eignum Sparisjóðs Svarfdæla. FME telur að skilyrði fyrir yfirfærslum séu uppfyllt, að því er fram kemur á heimasíðu eftirlitsins. Yfirfærsla rekstur og eigna verður auglýst í Lögbirtingablaðinu þegar fyrirvarar samkvæmt kaupsamningi eru uppfylltir og ljóst hvenær umrædd kaup ganga í gegn.

Landsbankinn keypti sparisjóðinn í janúar síðastliðnum. Bankinn tekur yfir skuldbindingar vegna innlána að andvirði 3,2 milljarðar króna auk þess sem bankinn greiðir 165 milljónir fyrir reksturinn. Sparisjóður Svarfdæla var að 90% hluta í eigu íslenska ríkisins en Bankasýslan hefur haldið um eignina.