Hagfræðideild Landsbankans geir ráð fyrir því að hagvöxtur í ár og á næstu tveimur árum verði 4,5% en muni síðan lækka í 3,7% árið 2018. Þessi spá Landsbankans eru nokkuð hærri heldur en aðrir greiningaraðilar hafa spáð, s.s. Seðlabankinn og Hagstofa Íslands.

Samkvæmt spánni verður hagvöxtur að mestu dregin áfram af fjárfestingu og einkaneyslu. Verðbólguhorfur á næstu mánuðum eru nokkuð góðar en hún mun þó hækka á næstu misserum. Gert er ráð fyrir því að verðbólga fari hæst í 5% á fyrri helmingi ársins 2017 en að meðalverðbólga á tímabilinu verði um 3,3%, en tímabilið nær til ársloka 2018.

Gert er ráð fyrir að stýrivextir muni hækka vegna versnandi verðbólguhorfum þegar líður á árið 2016, þeir munu ná hámarki í 8,5% árið 2017 en lækki að nýju árið 2018.

Fasteignaverð hækkaði um 8,5% á síðasta ári og verðþróunin hefur verið með svipuðu móti á þessu ári. Flest bendir til þess að fasteignaverð muni halda áfram að hækka, en framboð nýs húsnæðis hefur ekki haldaið í við aukna eftirspurn. Aukin samkeppni er á íbúðalánamarkaði og aðgangur að fjármagni hefur aukist. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að fasteignaverð muni hækka um 9,5% á þessu ári og 8% á hverju ári næstu þrjú árin þar á eftir.