*

þriðjudagur, 26. mars 2019
Innlent 7. nóvember 2017 13:40

Landsbankinn spáir óbreyttum vöxtum

Hagfræðideild bankans telur að Seðlabankinn lækki verðbólguspá sína í verðbólgu- og þjóðhagsspá sinni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum þann 15. nóvember. Hagfræðideildin segir að ólíklegt sé að stýrivöxtum verði breytt nema verulega breytingar komi fram varðandi þjóðhagsspá Seðlabankans sem verður gefin út sama dag í Peningamálum.

Greining Íslandsbanka birti í gær stýrivaxtaspá sína en þar var einnig spáð fyrir um óbreytta stýrivexti þó ekki væri loku fyrir það skotið að bankinn lækkaði vexti.  

Hagfræðideild Landsbankans telur líklegt að í nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans verði verðbólguspá bankans lækkuð og að Seðlabankinn mæti framleiðsluspennu minni en hann hafði áður gert ráð fyrir. Þá bendir hagfræðideildin á að verulega hafi dregið úr flökti á gengi krónunnar á síðustu vikum. Það dragi úr óvissu um gengisþróun í nánustu framtíð og ætti að draga úr verðbólguvæntingum að öðru óbreyttu.