*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 30. ágúst 2018 11:29

Landsbréf hagnast um 418 milljónir

Heildareignir í stýringu hjá Landsbréfum voru 152 milljarðar króna samanborið við 162 milljarða í upphafi árs.

Ritstjórn
Höfuðstöðvar Landsbréfa eru í Borgartúni 33, 105 Reykjavík.
Haraldur Guðjónsson

Landsbréf hf. hagnaðist um 418 milljónir króna, samanborið við 556 milljón króna hagnað á sama tíma á síðasta ári. Heildareignir í stýringu í lok tímabilsins voru 152 milljarðar í lok tímabilsins samanborið við 162 milljarðar í upphafi þessa árs.

Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins en þar kemur jafnframt fram að rekstur félagsins hafi gengið vel á tímabilinu og búist er við áframhaldandi stöðugleika í rekstrinum. 

Hreinar rekstrartekjur námu 939 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2018, en námu 1.135 milljónum króna á sama tímabili á árinu 2017.

Eigið fé Landsbréfa í lok tímabilsins nam 3.581 milljónum króna og eiginfjárhlutfall reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 92,66%, en þetta hlutfall má ekki vera undir 8%.

Í lok júní áttu tæplega 13 þúsund einstaklingar og lögaðilar fjármuni í sjóðum í stýringu Landsbréfa og voru eignir í stýringu um 152 milljarðar króna.

Landsbréf eru rekstrarfélag verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu, auk þess sem félagið hefur starfsleyfi til eignastýringar og fjárfestingaráðgjafar.

„Rekstur Landsbréfa hefur gengið vel það sem af er ári. Þrátt fyrir að umhverfi íslenskra sjóðastýringarfyrirtækja hafi verið að mörgu leyti krefjandi á undanförnum misserum er rekstrarniðurstaða umfram áætlanir. Lækkun rekstrartekna og hagnaðar milli tímabila má að stærstum hluta rekja til lægri árangurstengdra þóknana af fagfjárfestasjóðum. Sjóðaframboð félagsins er fjölbreytt og er þar að finna sjóði sem henta flestum fjárfestum. Ánægjulegt er að sjá stöðuga fjölgun þeirra sem eru í reglulegum sparnaði í sjóðum félagsins. Landsbréf eru í fararbroddi á íslenskum fjármálamarkaði og hafa sjóðir félagsins á liðnum misserum almennt skilað fjárfestum góðri ávöxtun. Landsbréf munu halda áfram að leggja metnað sinn í að stýra þeim fjármunum sem félaginu er treyst fyrir á öruggan og markvissan hátt í þágu sjóðfélaga,“ segir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa. 

Stikkorð: Uppgjör Landsbréf
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim