*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 6. júní 2018 16:24

Landsnet kynnir nýja kerfisáætlun

Kerfisáætlunin sem gildir fyrir tímabilið 2018-2027 hefur verið uppfærð nokkuð frá síðustu útgáfu.

Ritstjórn
Landsnet mun halda kynningar á nýrri kerfisáætlun sinni víðs vegar um land nú í júní.
Haraldur Guðjónsson

Landsnet hefur sett tillögu að kerfisáætlun um uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi í opið umsagnarferli. Þessi áætlun gildir fyrir tímabilið 2018 til 2027 og skiptist í tvo meginhluta, langtímaáætlun um þróun meginflutningskerfisins og þriggja ára framkvæmdaáætlun fyrir tímabilið 2019-2021. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti.

Nokkrar breytingar eru á langtímaáætluninni frá síðustu útgáfu og má þar meðal annars nefna grunnforsendur kerfisrannsókna, en nú er notast við sviðsmyndir um raforkunotkun frá Raforkuhópi orkuspárnefndar, aukna umfjöllun um flutningsgetu og afhendingaröryggi ásamt því hvernig niðurstöður valkostagreiningar eru settar fram. 

Framkvæmdaáætlun hefur einnig breyst nokkuð og hefur umfang hennar aukist. Hún kemur núna út í sér skýrslu sem inniheldur ítarlegar lýsingar á öllum þegar áætluðum framkvæmdum við flutningskerfið fram til ársins 2021.

Sérstök umhverfisskýrsla var einnig gerð og var hún unninn á svipaðan hátt og áður. Hún inniheldur mat á umhverfisáhrifum allra skoðaðra valkosta bæði á langtímaáætlun og framkvæmdaáætlun.

Eins og Viðskiptablaðið greindi frá, þá synjaði Orkustofnun kerfisáætlun Landsnets síðasta haust.

Kynningar á kerfiáætluninni víðs vegar um land

Kynning á kerfisáætluninni mun fara fram í Reykjavík á morgun. Fleiri kynningar eru áætlaðar víðs vegar um land í júní og hér að neðan má sjá staðsetningar og tímasetningar kynninganna:

Reykjavík 7. júní á Grand Hotel, Háteigur og stendur fundurinn yfir frá klukkan 8:30 til 10:00 – Skráning á vef landsnets - Streymt verður frá fundinum á heimasíðu Landsnets

Egilsstaðir 12. júní á Icelandair Hotel Hérað, frá klukkan 15:00 til 17:00

Akureyri 13. júní á Hótel KEA, frá klukkan 15:00 til 17:00

Ísafjörður 19. júní á Hótel Ísafirði, frá klukkan 14:00 til 16:00

Hellu 26. júní á Stracta Hotel, frá klukkan 15:00 til 17:00

Stikkorð: Landsnet kerfisáætlun
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim