*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 14. október 2004 11:20

Landssíminn festir Skjá einn í sessi

-innkoma nýrra hluthafa væntanleg

Ritstjórn

Síminn hefur styrkt stöðu sína í Íslenska sjónvarpsfélaginu sem á og rekur Skjá einn. Viðskiptabanki Símans hefur undanfarna daga keypt nokkra smærri hluti í félaginu, auk þess sem Síminn er í viðræðum við ýmsa aðra hluthafa um samstarf í félaginu. Þá er í vændum innkoma nýrra fjárfesta í hin gagnvirku sjónvarpsáform sem Síminn leiðir - sem Skjár einn og enski boltinn leika lykilhlutverk í. Sem kunnugt er festi Síminn nýlega kaup á sýningarréttinum á enska boltanum og á fjórðungshlut í Íslenska Sjónvarpsfélaginu.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemurfram að Síminn vill með hinum nýju aðgerðum tryggja áframhaldandi starfsemi Skjás 1, sem sjálfstæðrar stöðvar, og þar með gæta að aðgangi Símans að gæðaefni til stafrænnar dreifingar um fjarskiptakerfi Símans. Framtíðin efnis og fjarskipta liggur á stafrænum vettvangi en markmiðið með kaupum Símans á enska boltanum og í Skjá einum var einmitt að stuðla að því að efld fjarskiptakerfi Símans nýtist um land allt og skili góðum arði til eiganda félagsins.


25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim