Landsvirkjun hefur fyrirframgreitt lán með ríkisábyrgð að nafnvirði um 34 milljónir bandaríkjadollara. Þetta kemur fram í tilkynningu Kauphallarinnar.

Lánasamningurinn var undirritaður árið 2011 vegna verksamnings um framleiðslu og uppsetningu á véla- og rafbúnaði Búðarhálsvirkjunar. Lánið var með jafnar afborganir höfuðstóls og lokagjalddaga árið 2032.

Fyrirframgreiðslan endurspeglar sterka fjárhagsstöðu Landsvirkjunar og er liður í því að lækka skuldir og vaxtagjöld. Vegna þessarar greiðslu fellur til einskiptiskostnaður að fjárhæð um 5,7 milljónir Bandaríkjadala sem kemur til hækkunar á vaxtagjöldum Landsvirkjunar á öðrum ársfjórðungi 2018.