Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar er ein þeirra sem tekur til máls á Ársfundi fyrirtækisins sem hófst klukkan 14:00.
Aðsend mynd
Ársfundur Landsvirkjunar hófst rétt í þessu, núna klukkan 14:00, en hann fer fram á Hilton Reykjavík Nordica hótel.
Í fundarboðum var auglýst að allir væru velkomnir eins og Viðskiptablaðið sagði frá, þó með skráningu. Vill Landsvirkjun með því hvetja til opinnar umræðu um orkumál í landinu.
Segir í umfjöllun um fundin að þar verði rætt um góða stöðu fyrirtækisins, en rekstrarafkoma þess hefur aldrei verið betri enda voru met slegin í sölu og vinnslu rafmagns á síðasta ári.