Samningafundur í kjaradeilum Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) við Samtök atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia, fer fram á morgun hjá ríkissáttarsemjara. Sigurjón Jónasson, formaður FÍF, segir að þetta verði áttundi samningarfundurinn hjá ríkissáttarsemjara í samningalotunni. Í samtali  við Morgunblaðið í dag segir Sigurjón samningaviðræður hafa miðað hægt og enn sé langt í land að hans mati.

Félag flugumferðarstjóra setti á ótímabundið yfirvinnubann 6. apríl síðastliðinn vegna kjaradeilunnar. Afleiðingar bannsins hafa m.a. verið þær að flugvélar hafa þurft að lenda annarstaðar en á fyrirfram ákveðnum áfangastöðum.

Aðrar aðgerðir til að knýja á um lausn hafa ekki verið skipulagðar enn sem komið er að sögn Sigurjóns. „Það er verið að skoða hvernig framhaldið verður,“ sagði hann