Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfismat kínverska ríkisins frá flokki A1 niður í Aa3. Hefur fyrirtækið áhyggjur af auknum skuldum og hægari hagvexti. Sagði fyrirtækið að búist væri við því að skuldir í hagkerfinu myndu aukast enn meira á árinu, og umbætur myndu hægja á hagvexti. Búist er við að skuldir ríkisins muni hækka upp í 40% af vergri landsframleiðslu á næsta ári.

Marie Diron, framkvæmdastjóri hjá Moody´s segir að margir þættir leiði til þessarar niðurstöðu, meðal annars væntingar um að hagvöxtur muni falla niður í 5% undir lok áratugarins. Lækkun lánshæfismatsins er sú fyrsta í landinu síðan ári 1989 að því er fram kemur í frétt CNBC .

Fjármálaráðherra landsins segir lækkunina vera byggða á röngum aðferðum við útreikninga fyrirtækisins. Segir í yfirlýsingu frá ráðuneytinu að fyrirtækið sé að gera of mikið úr vandræðum hagkerfisins á sama tíma og þeir vanmeti getu ríkisins til að takast á við umbætur í innviðum og offramleiðslugetu.